Fréttabréf
Hver er ég?
Gabríel heiti ég og er fæddur og uppalinn á Íslandi. Árið 2020 tók ég af skarið og keypti flug aðra leiðina til Mexíkó í Biblíuskóla (DTS) á vegum ungs fólks með hlutverk (YWAM). Eftir skólann ákvað ég að halda mér úti og lifa fyllilega fyrir Guð og það sem hann kallaði mig til að gera. Ég tók að mér marga hluti á meðan ég var þar, svo sem að byggja hús fyrir heimilislaus, dreifa Biblíum og spjalla við fólk á rauðu strætum Tijuana borgar og allskyns lofgjörðar tækifæri. Seinna meir fór ég í lengri Biblíuskóla (SBS) sem gekk út á að lesa og skilja Biblíuna í sínu upprunalega samhengi. Eftir um þrjú ár flutti ég aftur til íslands um skeið en nú hefur Guð lagt nýjan stað mér á hjarta, Japan.
Hér er ég að kenna Samúelsbækurnar í Biblíuskóla (SBS) í Japan
Hvað er ég að gera?
Í Japan er minna en 1% fólks sem trúa á Guð. Lang flestir fylgja hefðum á borð við forfeðradýrkun, Búddisma, eða Shintoisma. Trú á dauða hluti er ekki óalgeng, en við höfum lifandi Guð sem vill mæta fólki á þeim stað sem það er. Mitt hlutverk í þessu samhengi er að vera boðberi þessa anda; anda kærleiks, friðar, skilnings og eflingar, anda Jesú Krists.
Mín ástríða liggur í kennsla Biblíunnar og lofgjörð, og er markmiðið mitt að nota þessar ástríður til að dreifa orði Jesú í Japan.
Vilt þú vera partur af því sem ég er að gera?
Það sem ég er að taka mér fyrir hendur er í rauninni sjálfboðavinna og því þarf ég fólk með mér í þetta verkefni. Þú getur verið hluti af mínu starfi með að styðja fjárhagslega eða styðja í bæn (svo er alltaf uppbyggjandi þegar einhver hefur samband bara til að taka stöðuna). Það eru margar leiðir til að vera partur af starfinu án þess að vera á víglínunni sjálfri, en með því að styðja mig fjárhagslega eða í bæn ertu þú taka beinan þátt í uppbyggingu Guðs ríkis í Japan.
Hér er ég og vinur minn Lupe á leið í bæ í fjalllendi Mexíkó